Konsert

Jólastuð Samma í Gamla bíó 18. desember 2019

Það sem við ætlum bjóða uppá í Konsert vikunnar er JÓLASTUÐ með Samúel Jón Samúelsson Big Band og gestum sem fram fór í Gamla Bíó miðvikudagskvöldið 18. Ddesember í fyrra. Sérstakir gestir Samma í á þessum tónleikum voru þau Júníus Meyvant, Bryndís Jakobsdóttir, Bogomil Font, Valdimar Guðmundsson, Magga Stína, Kraftgalli og Þorleifur Gaukur Davíðsson.

Og Sammi bauð upp á Jólalög úr ýmsum áttum sem söngvarar eins og Stevie Wonder, Donny Hathaway, Ella Fitzgerald, Michael Jackson, Frank Sinatra ofl fluttu á sínum tíma í bland við "funky christmas" instrumental smelli. Hljómsveitin hans Sama er skipuð 14 úrvals hljóðfæraleikurum:

Jóel Pálsson - tenor saxófónn

Steinar Sigurðarson - tenor saxófónn

Óskar Guðjónsson - bariton saxófónn

Ívar Guðmundsson - trompet

Kjartan Hákonarson - trompet

Snorri Sigurðarson - trompet

Samúel Jón Samúelsson - básúna og slagverk (kynningar)

Eyþór Kolbeins - básúna

Ingi Garðar Erlendsson - básúna (og 78 snúninga plötusnúður)

Helgi Svavar Helgason - trommur

Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson - bassi

Hannes Helgason - hljómborð

Arnljótur Sigurðsson - gítar og söngur (Kraftgalli)

Kristofer Rodriguez Svonuson - congatrommur og slagverk

Þetta er Jazz, Funk & Soul Jóla veisla sem kemur öllum í sannkallað Jólastuð!

Birt

10. des. 2020

Aðgengilegt til

10. des. 2021
Konsert

Konsert

Tónleikaupptökur víðsvegar úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.