Konsert

Rolling Stones í Atlantic City 1989

Við förum á tónleika með Rolling Stones í kvöld, tónleika sem fóru fram í desember 1989 í Atlantic City í New Jersey, en þessir tónleikar voru koma út núna fyrir nokkrum dögum í hljóði og á mynd, t.d. á fjórum 180 gramma vinylplötum og á CD, DVD og Blue Ray.

Þessir tónleikar hafa aldrei komið út áður, en þetta er frá Steel Wheels túrnum sem síðar fékk nafnið Urban Jungle tour. Hann hófst í ágúst 1989 þegar nítjánda plata Rolling Stones Bretlandi) kom út, platan Steel Wheels. Þeir voru á þjóðveginum í heilt ár og voru ss. þessir tónleikar frá New Jersey í desember ?89 koma út og við ætlum hlusta á þá núna í kvöld í Konsert. Nokkrir góðir gestir koma við sögu á þessum tónleikum; John Lee Hooker og Eric Calpton, og Axl Rose og Izzy Stradlin úr Guns?n Roses. Á efnisskránni eru margir helstu smellir langrar Stones-sögunnar og nokkur lög með af nýju plötunni (þá), Steel Wheels.

Birt

1. okt. 2020

Aðgengilegt til

22. júlí 2022
Konsert

Konsert

Tónleikaupptökur víðsvegar úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.