Klassíkin okkar

Klassíkin okkar

Í sjötta sinn efna Sinfóníuhljómsveit Íslands og RÚV til tónleika í beinni útsendingu frá Eldborg í Hörpu og þessu sinni hefur Þjóðleikhúsið slegist í hópinn. Tónleikarnir eru helgaðir leikhústónlist og listafólk Þjóðleikhússins, Sinfóníuhljómsveit Íslands og fjöldi einsöngvara flytur þjóðinni ástsælar leikhúsperlur. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason. Kynnar kvöldsins eru Halla Oddný Magnúsdóttir og Guðni Tómasson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.