„Klæddur í silki sem mér ormar ófu“

„Klæddur í silki sem mér ormar ófu“

Fjallað um skáldið Hannes Sigfússon og upphaf ferils hans. Hannes var á sínum tima yngstur þeirra sem lásu verk sín í útvarp, smásögu, 16 ára gamall árið 1938. Hann varð eitt hinna svokölluðu atómskálda sem ruddu nútímaljóðagerð braut á Íslandi um miðja síðustu öld. Fyrstu bók sína, Dymbilvöku, gaf hann út árið 1949, þaðan er tekin lína sem gefur þættinum nafn. Þar eru lesin ljóð og smásaga eftir Hannes og fluttur kafli úr viðtali við hann.

Þátturinn er endurfluttur í tilefni af því 2. mars s.l. voru liðin 100 ár frá fæðingu Hannesar Sigfússonar.

Umsjón: Gunnar Stefánsson.