Josquin des Prez - meistari tónanna

Josquin des Prez - meistari tónanna

Í ár eru fimmhundruð ár liðin frá andláti fransk-flæmska tónskáldsins Josquin des Prez sem var eitt helsta tónskáld endurreisnartímans og frægur víða um Evrópu fyrir tónsmíðar sínar. Josquin starfaði fyrir ýmsa valdsmenn, veraldlega og geistlega, bæði á Ítalíu og Frakklandi og vakti aðdáun og eftirtekt samtíðarmanna sinna. Og halda því fram tónlist hans hafi aldrei verið eins lifandi. Í þættinum verður fjallað um lífshlaup Josquin og tónlist hans leikin. Umsjón hefur Guðni Tómasson en viðmælandi hans er Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarfræðingur.