Jól með Matthíasi Jochumssyni

Á þessu ári eru liðin 100 ár frá andláti þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar. Matthías orti marga jólasálma, en það vinsælasta sem hann orti um jólin er samt kvæði en ekki sálmur. Það hefst á orðunum: „Fullvel man ég fimmtíu ára sól/ fullvel meir en hálfrar aldar jól,“ og í kvæðinu lýsir Matthías bernskujólum sínum í Skógum í Þorskafirði. Í þættinum „Jól með Matthíasi Jochumssyni“ verður fjallað um jólakvæði Matthíasar og jólasálma og flutt lög við sum kvæðin. Tvisvar hefur jólalag Ríkisútvarpsins verið samið við ljóð eftir Matthías: „Stafa frá stjörnu“ eftir Árna Harðarson 1998 og „Jólasöngur 1891“ eftir Önnu Þorvaldsdóttur 2008. Matthías þýddi líka tvo vinsæla jólasálma „Það aldin út er sprungin“ og „Fögur er foldin“ auk þess sem hann þýddi kvæði Josephs Mohr við lag Grubers: „Stille Nacht“. Við það lag syngja Íslendingar jafnan textann „Heims um ból“, en þýðing Matthíasar hefst á orðunum „Hljóða nótt“. Í þættinum verða líka lesin brot úr jóla- og nýársbréfum Matthíasar, en jólakveðjur Matthíasar í bréfum gátu orðið býsna skrautlegar, eins og til dæmis þessi hér, í bréfi til Davíðs Östlund 1902: „Og svo: Adieu! og Guðs elsku-hjartans-heilög-himnesk Jól í hús ykkar, með friði og fögnuði og fegurð!“ Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir, en lesarar eru Jóhann Sigurðarson, Jórunn Sigurðardóttir og Kristján Guðjónsson.

Birt

26. des. 2020

Aðgengilegt til

26. des. 2021
Jól með Matthíasi Jochumssyni

Jól með Matthíasi Jochumssyni

Eitt þekktasta íslenska ljóð sem fjallar um jólin er kvæðið „Fullvel man ég fimmtíu ára sól“ sem Matthías Jochumsson orti árið 1891, en þar lýsir hann bernskujólum sínum. En Matthías orti fleiri kvæði um jólin auk þess sem hann þýddi tvo þekkta jólasálma: „Það aldin út er sprungið“ og „Fögur er foldin“. Í þættinum verða lesin brot úr jólakvæðum og - þýðingum Matthíasar og flutt lög við þau, auk þess sem lesið verður úr bréfum Matthíasar, en þar má sjá skrautlegar jólakveðjur eins og „Guðs elsku-hjartans-heilög-himnesk Jól í hús ykkar, með friði og fögnuði og fegurð!“

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.