Jól með Matthíasi Jochumssyni

Jól með Matthíasi Jochumssyni

Eitt þekktasta íslenska ljóð sem fjallar um jólin er kvæðið „Fullvel man ég fimmtíu ára sól“ sem Matthías Jochumsson orti árið 1891, en þar lýsir hann bernskujólum sínum. En Matthías orti fleiri kvæði um jólin auk þess sem hann þýddi tvo þekkta jólasálma: „Það aldin út er sprungið“ og „Fögur er foldin“. Í þættinum verða lesin brot úr jólakvæðum og - þýðingum Matthíasar og flutt lög við þau, auk þess sem lesið verður úr bréfum Matthíasar, en þar sjá skrautlegar jólakveðjur eins og „Guðs elsku-hjartans-heilög-himnesk Jól í hús ykkar, með friði og fögnuði og fegurð!“

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.