Jól með H.C. Andersen

Jól með H.C. Andersen

Ævintýraskáldið H.C. Andersen samdi nokkrar sögur sem fjalla einhverju leyti um jólin, en þekktastar eru „Grenitréð" og „Litla stúlkan með eldspýturnar". Lesin eru brot úr þessum sögum og öðrum ævintýrum Andersens sem tengjast jólum. Andersen orti líka jólasálm, „Jesúbarn í jötu lá" sem nokkur tónskáld sömdu lög við, þar á meðal Robert Schumann, og lögin hljóma í þættinum. Einnig er fjallað um jólahald Andersens sjálfs, en hann hélt jól á ýmsum stöðum um ævina, meðal annars árið 1833 í Róm þar sem jólatréð var lárviður. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Sigurður Skúlason.