Jól í skókassa

Jól í skókassa

Rætt verður við Björgvin Þórðarson, framkvæmdastjóra Háteigskirkju, um dvöl hans í Úkraínu yfir jólin síðastliðin sex ár. Björgvin er upphafsmaður verkefnisins Jól í skókassa en það snýst um safna jólagjöfum handa munaðarlausum og veikum börnum í Úkraínu. Í þættinum verður leikin jólatónlist frá Úkraínu, ljóð og kvæði sem börn syngja gjarnan yfir hátíðina þar í landi. Umsjón: Elín Lilja Jónasdóttir.