Jól á slóðum Jesús

Jól á slóðum Jesús

Leiknar eru hljóðritanir frá jólamessum á þremur stöðum: í Betlehem, þar sem Jesús fæddist, Nasaret, þar sem hann ólst upp, og Egyptalandi, en þangað flýðu foreldrar hans með hann undan ofsóknum Heródesar, og sagnir um fjölskylduna helgu eru tengdar mörgum stöðum þar. Einnig er rætt við Hauk Guðlaugsson fyrrverandi söngmálastjóra sem hefur upplifað jól í Betlehem. Í þættinum jóma þekktir jólasöngvar, en einnig jólatónlist sem er okkur framandi. Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.