Jazzhátíð Reykjavíkur 30 ára

Fjórði þáttur

Í lokaþættinum frá jazzhátíð ársins hljóma hljóðritanir frá lokakvöldi hennar.

Kvartett Einars Scheving með Eyþóri Gunnarssyni, Skúla Sverrissyni og Óskari Guðjónssyni gaf nýlega út sína fjórðu plötu, sem eins og hinar þrjár hafa sópað til sín verðlaunum. Hér er á ferðinni gríðarlega vel samspilaður kvartett.

Fjölbreytnin í lisfengi söngkonunnar Kristjönu Stefánsdóttur er annáluð. Hún bregður á leik með hljómsveit sinni og býður upp á allt milli himins og jarðar. Þekkta söngdansa frá ýmsum tímum í bland við eigin tónlist.

Umsjón: Pétur Grétarsson.

Birt

27. sept. 2020

Aðgengilegt til

27. sept. 2021
Jazzhátíð Reykjavíkur 30 ára

Jazzhátíð Reykjavíkur 30 ára

Á þrjátíu ára afmæli Jazzhátíðar Reykjavíkur sendir Rás 1 út fjóra dagskrárliði sem saman gefa góða mynd af íslensku jazzlífi. Átta mismunandi hljómsveitir koma við sögu og spanna allt litróf tónlistarinnar, allt frá ágengri og tilraunakenndri spunatónlist til melódískra hugleiðinga um þekkt lög.

Þessar dagskrár verða í kjölfarið boðnar samstarfsstöðvum Rásar 1 til útsendingar um gjörvalla Evrópu.

Umsjón: Pétur Grétarsson.