Já OK

Skyndibitakeðjur sem sárt er saknað

Í þessum þætti af OK! eru Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto vel nærðir og saddir. Þessi þáttur er svona post-hamborgaramáltíð þáttur. Ekki póst Burger King þáttur samt, og ekki post-McDonalds heldur, þótt það væri kannski hægt. Með fullan maga er farið yfir alla staði sem hafa fyllt á manni magan í gegnum tíðina en ekki lifað af gagnrýna garnagaul Íslendinga. Stjáni Blái reyndi selja okkur kjúlla, Ungfrú Wendy um sína hermenn og Tommi fór í útrás. Við nutum þess alls.

Birt

22. júlí 2020

Aðgengilegt til

22. júlí 2021
Já OK

Já OK

OK eru skemmtilegir hlaðvarpsþættir með Vilhelm Neto og Fjölni Gíslasyni þar sem þeir skoða alla skrýtnu hlutina sem einu sinni voru aðal málið á Íslandi en hafa síðan horfið. Það man enginn lengur eftir kaffibæti og beta spólum, er það nokkuð?