Íslendingasögur

Einar Harðarson

Sögumaður Einar Harðarson, sem bjó í Kampala í Uganda á árunum 1993-1998. Hann rak þar fiskvinnslufyrirtæki og var með um 500 manns í vinnu. Í Afríku er margt frábrugðið því sem við Vesturlandabúar eigum venjast og eins og vænta lenti Einar í ýmsu, skondnu, óþægilegu og jafnvel ógnvænlegu. Hann segir frá frumskóginum, yfirheyrslum hjá lögreglunni og flugvél með 300 farþega sem beið í þrjá tíma eftir fiskfarmi.

Umsjón: Steinunn Harðardóttir.

Birt

15. sept. 2012

Aðgengilegt til

14. júlí 2022
Íslendingasögur

Íslendingasögur

Allir hafa sögu segja. Í þættinum Íslendingasögur segir fólkið í landinu sögur; sögur af atburðum sem það hefur upplifað, lífsreynslusögur, gamansögur, alla vega sögur.