Í nærveru jarðar

Í nærveru jarðar

Stiklað á stóru í ævi og verkum bandaríska ljóðskáldsins Louise Glück, sem á síðasta ári hlotnuðust bókmenntaverðlaun Nóbels fyrir „einstaka, ljóðræna rödd sem á íburðarlausan hátt umbreytir persónulegri reynslu í almenna“. Óhætt er segja ýmislegt í ævi Glück hafi ekki verið neinn dans á rósum. En í stað þess vísa með beinum hætti til einstakra voðaatburða eða tiltekinna áfalla, byggir hún trúnaðarsamtal sitt og lesanda fremur á því sem slíkar þrautir hafa kennt henni. Ggripið niður í ólík ljóð á höfundarferli sem spannar ríflega 50 ár og telur 13 mismunandi ljóðasöfn. En á sinn hátt hverfast þau öll um þá dýrmætu sjálfsþekkingu sem við kunnum öðlast eftir hafa beðið andlegt skipbrot. Og þótt slíkur sálarþroski vitaskuld dýru verðu keyptur, bendir Glück á hann er um leið forsenda þess við gróum sára okkar. Gripið er niður í ólík ljóð á höfundarferli sem spannar ríflega 50 ár og telur 13 mismunandi ljóðasöfn. En á sinn hátt hverfast þau öll um þá dýrmætu sjálfsþekkingu sem við kunnum öðlast eftir hafa beðið andlegt skipbrot. Og þótt slíkur sálarþroski vitaskuld dýru verðu keyptur, bendir Glück á hann er um leið forsenda þess við gróum sára okkar.

Umsjón: Magnús Sigurðsson.