Í Keldudal með Elíasi á Sveinseyri

Í Keldudal með Elíasi á Sveinseyri

Viðtalsþáttur með Elíasi Þórarinssyni, bónda og skáldmenni á Sveinseyri í Dýrafirði. Farið er út í Keldudal, sem er í eyði, en Keldudalur er nokkru utar en Haukadalur, þar sem er sögusvið Gísla sögu Súrssonar. Elías fæddist á Hrauni í Keldudal, en bjó á Arnarnúpi, og var síðasti ábúandi í Keldudal. Kikjan þeirra Kelddælinga stendur enn uppi á Hrauni, en hún hefur verið friðuð og það er í bígerð flytja hana á Þjóðminjasafnið.

Elías lýsir byggðinni eins og hún var og fer með skáldskap eftir sig.

Umsjón: Finnbogi Hermannsson.

(Áður á dagskrá í nóvember 1987)