Í faðmi dalsins

Í faðmi dalsins

Í fögrum dal hjá fjalla bláum straumi, orti Jón Thoroddsen um æskuslóðir sínar í Sælingsdal. Dalurinn þekkist vel af mögnuðum Tungustapanum sem rís hnarreistur upp úr landslaginu - Dómkirkja álfanna, eins og segir frá í einni af þekktustu þjóðsögum okkar Íslendinga.

Lengi hafa menn og álfar byggt þennan fagra dal. Frá fyrstu landnámsmönnunum segir í handritum Laxdælu og það var einmitt ríkuleg saga staðarins sem dró William C. Collingwood á þessar slóðir í ferð hans um landið sumarið 1897.

Jón Jóel Einarsson leiðir hlustendur í þessum þætti um þennan merkilega og fagra dal en þar ólst hann upp hjá ömmu sinni á sjötta áratug síðustu aldar og bjó þar fram á unglingsár. Í seinni tíð hefur hann endurnýjað kynni sín af dalnum og stundar vistvæna ferðaþjónustu á svæðinu undir merkjum fyrirtækisins Út og Vestur.

Umsjón: Marteinn Sindri Jónsson.