Hvar er húfan mín?

Hvar er húfan mín?

Hljóðritun frá fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem fram fóru i Eldborgarsal Hörpu 15. maí sl.

Á efnisskrá er tónlist eftir Thorbjörn Egner úr sögum hans Kardemommubænum og Dýrunum í Hálsaskógi í nýjum útsetningum Jóhanns G. Jóhannssonar.

Gestgjafar í skemmtilegu ferðalagi til Kardimommubæjar og Hálsaskógar eru leikarararnir og söngvararnir Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Pálmi Gestsson, Valur Freyr Einarsson og Sigurður Þór Óskarsson ásamt Skólakór Kársness og stjórnandi er Daníel Bjarnason.