Hvað getum við gert?

Hvað getum við gert?

Í þættinum Hvað höfum við gert? sem er á dagskrá Rúv öll sunnudagskvöld er farið yfir þær hættur sem stafa af loftslagsbreytingum og hvað við höfum í raun gert af okkur undanfarna áratugi.

Við fylgjum honum svo eftir með Hvað getum við gert? þar sem Sigrún Eir Þorgrímsdóttir fær til sín gesti og umræðuefnið er hvað kemur næst, hvað getum við gert til vinna gegn þeirri slæmu þróun sem er farin af stað.

Ef þú vilt vita meira um hvað þú getur gert, leggðu við hlustir og fáðu ráð!