Hugann eggja bröttu sporin
Sigurður Bjarnason frá Vigur flytur frásöguþátt.
Það er bjartur júlímorgun í vestfirskri fjarðarbyggð, árið 1822
Það er komið að slætti. Búið að færa frá ánum, það eru fimmtíu ær í kvíum - fráfærur. En smalinn, hún Stína litla, 19 ára gömul stúlkukind, sem hefur ekki komið með ærnar úr hjásetunni.
Mjaltakonan er í öngum sínum, engar ær til að mjólka. Miðaldara vinnumaður er sendur að leita stúlkunnar. Í Smáralág, lyngvaxinni laut, rétt við fráfærukofann, finnur vinnumaðurinn Stínu.
Hún hafði, þá um nóttina, eignast dóttur í hjásetunni.
(Áður útvarpað á sumardaginn fyrsta 1961)