Hraustir sveinar og horskar meyjar

Hraustir sveinar og horskar meyjar

Þættir um fótbolta og samfélag. Fótbolti er langvinsælasta íþrótt veraldar og gegnir veigamiklu hlutverki í lífi hundruða milljóna manna. Stjórnmálahreyfingar jafnt sem stórfyrirtæki hafa reynt að færa sér í nyt vinsældir þessa einfalda boltaleiks. Úrslit á knattspyrnuvellinum hafa steypt ríkisstjórnum og fólk hefur látið lífið vegna fótboltans, sem er þó fyrst og fremst gleðigjafi ungra sem aldinna jafnt í snauðustu og ríkustu samfélögum heims. Í þættinum verður hugað að ýmsum félagslegum hliðum fótboltans, samspili hans við stjórnmál, efnahagslíf, sögu og menningu. Grafist verður fyrir um ástæður þess að fjöldi fólks spilar fótbolta, talar um fótbolta, horfir á fótbolta eða starfar í kringum fótbolta. Þá verða rifjaðir upp hinir furðulegustu fótboltaleikir sem hafa verið leiknir á Íslandi og talað við fólk sem þekkir fótbolta frá skrítnum og skemmtilegum hliðum.

Umsjón: Halla Gunnarsdóttir og Stefán Pálsson.

(Aftur á sunnudag)

Þættir