Hinir hinstu dagar

Hinir hinstu dagar

Í þessari þáttaröð er fjallað um síðustu bók Biblíunnar, Opinberunarbók Jóhannesar. Sjónum er beint því hvernig bókin hefur heillað listamenn og hugsuði allt frá frumkristni fram á okkar daga, enda býður hún upp á töfrandi veröld sem er full af táknum, átökum og furðum. Ákveðin listaverk eru athuguð og sköpun þeirra og sögulegt samhengi tekið til umfjöllunar.

Umsjónarmaður: Guðni Tómasson