Hádegið

Líbanska ríkið að hruni komið og skyldubólusetningar

Líb­anska rík­ið er hruni kom­ið og samfélagið í molum eft­ir röð áfalla. Á dögunum voru skotbardagar á götum höfuðborgarinnar sem hafa verið sjaldséðir borgarastríðinu lauk fyrir rúmum þremur áratugum. Klíkustarfsemi, landlæg spilling, stjórnarkreppa, algjört efnahagshrun og risavaxin sprenging sem grandaði stórum hluta höfuðborgarinnar Beirút, eru meðal þeirra fjölmörgu vandamála sem Líbanir glíma við. Evrópusambandsríkin hafa áhyggjur af stöðu mála, ekki síst vegna þess fjölda flóttamanna sem Líbanon hýsir. Óttast er þeir leggi land undir fót og stefni til Evrópu þar sem ástandið er orðið óbærilegt. Gunnar Hrafn Jónsson, blaðamaður og sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda er á línunni og ræðir við okkur um Líbanon.

Ráðamenn heimsins hafa gengið mislangt í ráðstöfunum vegna heimsfaraldurs. Á meðan sum ríki leggja fram tilmæli setja önnur lög, svo sem um sérstaka heilsupassa svokallaða eða bólusetningarskyldu. Þjóðir hafa brugðist við aðgerðum stjórnvalda og víða hefur þeim verið mótmælt, þau sögð ganga of langt, of nærri frelsi einstaklingsins og jafnvel á mannréttindi. Þetta er tilfellið í Bandaríkjunum þar sem ellefu ríki láta reyna á lögmæti laga og tilskipanir bandaríkjastjórnar fyrir dómstólum. Katrín kíkir á málið í seinni hluta þáttarins.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

10. nóv. 2021

Aðgengilegt til

10. nóv. 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.