Hádegið

Ísrael, Palestína og Siggi hakkari

Við byrjum í Landinu helga, Ísrael og Palestínu. Frá stofnun Ísraelsríkis 1949 Ísraelar og Palestínumenn eldað grátt silfur. Án þess ætla gera mjög flókna og langa sögu stutta og einfalda, þá byggjast deilur þessara ríkja á landsvæði. Ísraelar hafa frá því í sex daga stríðinu - þegar Ísraelsríki náði Vesturbakkanum svokallaða á sitt vald - reynt með þó nokkrum árangri stækka landssvæði sitt undir botni Miðjarðarhafs, og það á kostnað Palestínuríkis - ríkis sem er ekki viðurkennt sem sjálfstætt ríki nema af hluta alþjóðasamfélagsins og er ekki aðildarríki Sameinuðu þjóðunum - er þar aðeins með áheyrnarfulltrúa. Síðustu daga hefur dregið til tíðina, en sex palestínsk mannúðar- og mannréttindasamtök voru á dögunum sett á lista ísraelskra yfirvalda yfir hryðjuverkasamtök. Þetta eru meðal annars samtök sem stunda hjálparstarf með fjárhagslegum stuðningi Evrópusambandsins og skrásetja mannréttindabrot og stríðsglæpi á hernumdu svæðunum. Gunnar Hrafn Jónsson, blaðamaður og sérfræðingur í málefnum mið-Austurlanda er sestur ræðir þessi mál við okkur í dag.

Fimmtán eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklum fjársvikum, peningaþvætti og skjalafalsi, og þar sem tugir milljóna eru undir. Lögregla telur Sigurður Ingi Þórðarson, oft kallaður Siggi hakkari, höfuðpaur í málinu. Þá er Sigurður einnig viðriðinn annað stórt mál - en hann er lykilvitni í máli bandarískra stjórnvalda gegn Julian Assange. Bandarísk stjórnvöld freista þess Assange framseldan fyrir áfrýjunarrétti í Lundúnum. Þar er Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, blaðamaður Stundarinnar, staddur. En hann ræðir við okkur um fjársvikamálið, Assange og Sigga hakkara í seinni hluta þáttarins.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

28. okt. 2021

Aðgengilegt til

28. okt. 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.