Hádegið

Bjartsýnir Ástralir og slysaskotið á tökustaðnum

Stjórnvöld í Ástralíu hafa heitið því gera Ástralíu kolefnishlut fyrir árið 2050, en Ástralir teljast til einna mestu umhverfissóða heims. Ekki eru allir á því þetta raunhæft markmið og hefur Scott Morrison forsætisráðherra, fengið yfir sig holskeflu gagnrýnisradda frá því hann kynnti áætlunina í gær.

Tökustjórinn Halyna Hutchins lést og leikstjórinn Joel Souza særðist þegar skot hljóp af leikmunabyssu sem leikarinn Alec Baldwin beindi linsu tökuvélar Hutchins við undirbúning á tökum á Hollywood vestranum Rust í Albuquerque í Nýja Mexíkó ríki í Bandaríkjunum 21. október síðastliðinn. Atvikið hefur vakið mikinn óhug og jafnvel undrun fagfólks innan kvikmyndaiðnaðarins, sem segja svona atvik hreinlega ekki eiga geta komið fyrir á tökustað. Reglur um meðferð og notkun skotvopna við kvikmyndagerð séu einfaldlega of strangar til þess svona slys verði. Hvað gerðist? Hver ber ábyrgð á því hvernig fór? Og hvað segja sérfræðingarnir? Við fjöllum um þetta mál, sem virðist vera á allra vörum um þessar mundir, í síðari hluta þáttarins.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

26. okt. 2021

Aðgengilegt til

26. okt. 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.