Hádegið

Squid Game og lestarsamgöngur á Íslandi

Suður-Kóresku sjónvarpsþættirnir Squid Game eru vinsælustu sjónvarsþættir heims um þessar mundur. Þeir eru umdeildir mjög, þar sem þeir þykja einkar ofbeldisfullir. Atli Fannar Bjarkason lítur við í Hádeginu og örskýrir um málið snýst.

Á Íslandi eru engar lestir, engar lestarsamgöngur eins eiginlega allstaðar í kringum okkur. Það er umhverfisvænt ferðast með lest, og þægilegt. Það þekkja allir sem hafa komið til útlanda. Umræðan um lestarsamgöngur á Íslandi skýtur oft upp kollinum en rökin gegn því byggja hér upp lestarkerfi eru ýmiskonar, þá aðallega fjárhagslegs eðlis. Rúnólfur Ágústsson hefur undanfarin ár kannað möguleikan á rekstri lestarsamgangna hér á landi, aðallega með tilliti til lestar til og frá Keflavíkurflugvelli til miðborgar Reykjavíkur. Rúnólfur lítur við í síðari hluta þáttarins og við ætlum fjalla um þennan samgöngumáta sem margir óska sér hér á landi, en virðist eins og staðan er núna, vera fjarlægur draumur.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

15. okt. 2021

Aðgengilegt til

15. okt. 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.