• 00:01:29Spilling í Afganistan
  • 00:09:24Slæmar almenningssamgöngur til og frá flugvellinum

Hádegið

Afganistan og almenningssamgöngur til og frá Keflavíkurflugvellli

Ástandið í Afganistan fer síversnandi undir stjórn Talíbana. Aukið hefur á örbirgð og fátækt, það stefnir í matarskort og hungursneyð. Og þetta allt þrátt fyrir innspýtingu gífurlegs fjármagns Bandaríkjamanna til Afganistan - fjármagn sem átti meðal annars skila sér í uppbyggingu innviða í Afganistan. Hvert fóru þeir peningar, hvernig var þeim eytt - dugðu þeir svona skammt? Gunnar Hrafn Jónsson sækir Hádegið heim.

Í síðari hluta strætó fjöllum við um almenningssamgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli. Við ættum kannski segja skorti á þeim. Ólíkt því sem tíðkast víðast hvar í heiminum er ekki hægt taka almenningssamgöngur á háannatíma til og frá alþjóðaflugvellinum á Íslandi, í Keflavík. Það er þó hægt taka flugrútu, sem kostar sitt. En hvað veldur þessu? Guðmundur Björn kynnti sér málið og ræddi við Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóra Strætó.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

7. okt. 2021

Aðgengilegt til

7. okt. 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.