Hádegið

Hvað og hverjir eru ISIS-K?

Mannskæð sprengjuárás var gerð á alþjóðaflugvöllinn í Kabúl í síðustu viku, tugir létust og hundruð særðust. Hryðjuverkusamtökin ISIS-K lýstu ábyrgð árásarinnar á hendur sér? Hvað er það spurðu mörg sig. Við þekkjum öll ISIS, samtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki og fóru mikinn á síðustu árum tímum vargaldar í Írak og Sýrlandi, en lítið hefur heyrst af síðustu misseri. ISIS-K eru nokkurskonar svæðisbundinn undirhópur ISIS og kennir sig við landsvæðið Korashan, svæði sem Afganistan tilheyrir. Þeir eru svarnir andstæðingar Talíbana, sem fara með tögl og hagldir í Afganistan eftir tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og annarra herliða Atlantshafsbandalagsins NATÓ yfirgáfu þetta stríðshrjáða land.

En hvaðan koma þeir, hver er forsagan og eru átök milli og þeirra og Talíbana í vændum? Njóta þeir stuðnings í Afganistan? Gunnar Hrafn Jónsson, sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda, og fyrrum fréttamaður á erlendu deildinni hér á RÚV, flytur sinn fyrsta pistil í Hádeginu hér í síðari hluta þáttarins. Og þar verður ISIS K og framtíð Afganistan til umræðu.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

2. sept. 2021

Aðgengilegt til

2. sept. 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.