Hádegið

Ed Buck og jarðhræringar

Við fjölluðum um vandræði Andrew Cuomos, ríkisstjóra New York í gær. Ríkissaksóknari segir hann hafa brotið bæði ríkis- og alríkislög með framferði sínu en fjöldi kvenna hefur ásakað Cuomo um kynferðislega áreitni, margar hverjar eru úr hans eigin starfsliði. Og samflokksmenn hans úr Demókrataflokknum hafa varla undan við krefjast afsagnar hans um þessar mundir. En það er ekki eina vesenið innan flokksins um þessar mundir og Andrew Cuomo er ekki eini Demókratinn í klandri.

Veigamikill velgjörðamaður flokksins, Ed Buck, hefur verið dæmdur í minnst tuttugu ára fangelsi fyrir margvísleg alvarleg brot, svo sem fyrir hafa orðið valdur dauða tveggja manna með því útvega og gefa þeim fíkniefni. En mennirnir tveir létust af ofskammti. Buck, sem hefur verið umfangsmikill styrktaraðili Demókrataflokksins í gegnum árin, var víst þekktur fyrir alræmt partístand sitt, ef svo kalla. Við skoðum manninn og hvað hann gerði af sér í fyrri hluta þáttarins.

Borið hefur á töluverðum jarðhræringum á Íslandi undanfarnar vikur og mánuði. Gosið í Geldingadölum hefur bráðlega staðið yfir í fimm mánuði en í nótt stóð jarðskjálftahrina yfir við Grímsey á hinu svokallaða Tjörnesbrotabelti, auk þess sem vísindamenn hafa undanfarna daga greint þenslu í Bárðarbungu, en Bárðarbunga seig töluvert í kjölfar eldgossins í Holuhrauni árið 2014. Snærós Sindradóttir ræðir við Magnús Tuma Guðmundsson jarðeðlisfræðing um þessar miklu jarðhræringar og umbrot sem standa yfir í seinni hluta Hádegisins.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Þáttur dagsins var í umsjón Katrínar og Snærósar Sindradóttur.

Birt

5. ágúst 2021

Aðgengilegt til

5. ágúst 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.