Hádegið

Þrengt að réttindum hinsegin fólks í Evrópu

löggjöf í Ungverjalandi og Póllandi þykir þrengja verulega réttindum hinsegin fólks. Í Ungverjalandi er allt bannað sem ?ýtir undir samkynhneigð? svo sem birta myndir af hinsegin fólki í bókum og sjónvarpsefni sem ætlað er yngri en átján ára. Í Póllandi hefur verið samþykkt hægt setja bann við hinsegin hugmyndafræði á ákveðnum svæðum, og er það undir sveitarstjórnum komið. Nýju lögin hafa mætt andstöðu víða og eru sögð auka á fordóma og jaðarsetningu. Þá hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins höfðað mál gegn löndunum tveimur, Ungverjalandi og Póllandi, til varnar réttindum hinsegin fólks. Við ræðum við Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, formann Samtakanna '78, um lögin og þróun réttinda hinsegin fólks í Evrópu í Hádeginu í dag.

Hádegið verður með sérstöku og styttra sumarsniði í júlímánuði. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

28. júlí 2021

Aðgengilegt til

28. júlí 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.