Hádegið

Heimilishjálpir í Óman

Við fjöllum um heimilishjálpir í Mið-Austurlöndum, sér í lagi í Óman, í Hádeginu í dag. Þúsundir afrískra og asískra kvenna hafa farið til Mið-Austurlanda - sumar hverjar á algjörlega fölskum forsendum - í leit vinnu. Þar starfa þær svo sem heimilishjálpir - margar hverjar undir ómannlegum og óafsakanlegum aðstæðum: Margar lítið, jafnvel ekkert, borgað fyrir vinnu sína, sem stundum varir nær allan sólarhringinn, alla daga. Sumar hverjar sæta ofbeldi af hálfu vinnuveitandans, og eiga sér oft jafnvel enga undankomuleið - vinnuveitandinn með skilríkin og pappíranna í höndunum. Við ræðum við Ingu Gerðu Pétursdóttur mannfræðing, sem fjallaði um heimilishjálpir í Óman í lokaverkefni sínu.

Hádegið verður með sérstöku og styttra sumarsniði í júlímánuði.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

14. júlí 2021

Aðgengilegt til

14. júlí 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.