Hádegið

Örskýring um bóluefni og NATÓ fundar í Brussel

Atli Fannar tekur fyrir málefni líðandi stundar - í dag er það málefnið - bólusetningar við veirunni sem veldur Covid-19. Hvað er átt við með virkni bóluefnis? Er virkni góður mælikvarði á bóluefnin? Af hverju ætti fólk þiggja bólusetningu? Af hverju þiggur sumt fólk ekki bólusetningu? Og af hverju mætti aðeins helmingur þeirra sem fékk boð í bólusetningu með bóluefni Janssen í Laugardalshöll í gær?

Fundur leiðtoga sjö af stærstu iðnríkjum heims ? G7 ríkjanna svokölluðu - hefst í dag í Cornwall-héraði á Suður-Englandi, líkt og við fjölluðum um í Hádeginu í gær. Meðal fundarmanna er Joe Biden Bandaríkjaforseti sem - strax ráðstefnunni lokinni - heldur beint á í leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Okkar maður þar, Sveinn Helgason, rýnir í helstu viðfangsefni NATO-leiðtoganna og ræðir við Kristine Berzina, sérfræðingi um alþjóða- og öryggismál.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

11. júní 2021

Aðgengilegt til

11. júní 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.