Hádegið

G7-ráðstefna og skattamál SigurRósar

Ráðstefna G7-ríkjanna hefst á morgun og stendur yfir fram á sunnudag. Þá funda leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims: Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japan, Kanada og Þýskalands - um stóru málin: svo sem loftslagsvána, peninga og viðskipti, heimsfaraldur, Kína og - þrátt fyrir andstöðu breska forsætisráðherrans - Brexit og málefni Norður-Írlands. Leiðtogar ríkjanna leggja leið sína til Cornwall í Bretlandi og undirbúa sig fyrir fundahöld næstu daga. Við förum yfir það helsta.

Þann 25. maí síðastliðinn voru núverandi og fyrrverandi liðsmenn hljómsveitarinnar SigurRósar sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um meiriháttar skattsvik. Þá var Jón Þór Birgisson söngvari sveitarinnar einnig sýknaður af ákæru um skattsvik í tengslum við samlagsfélagið Frakk. Og ríkinu var gert greiða sakarkostnað. En Héraðssaksóknari hefur áfrýjað þessari niðurstöðu, og þessu flókna máli því ekki lokið enn.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

10. júní 2021

Aðgengilegt til

10. júní 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.