Hádegið

Bólusetningarlottói lokið og eru barneignir mannréttindi?

Í fyrri hluta þáttarins fjöllum við um bólusetningalottó stjórnvalda á höfuðborgarsvæðinu, en því lauk í dag.

Kínversk stjórnvöld hafa rýmkað heimildir sínar til barneigna - og nú, eftir áratuga stranga barneignarstefnu stjórnvalda - mega pör í þéttbýli eignast hámarki þrjú börn. En hvað þýðir það þegar setja stjórnvöld borgurum svona skorður? Hvað þýðir það þegar stjórnvöld hafa svona afskipti af barneignum borgaranna? Væri hægt setja sams konar stefnu hér á landi? Eru það mannréttindi eignast börn? Við spyrjum Davíð Þór Björgvinsson, dómara við Landsrétt og fyrrverandi dómara við Mannréttindadómstól Evrópu, spjörunum úr um þetta efni í seinni hluta þáttarins.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

4. júní 2021

Aðgengilegt til

4. júní 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.