Hádegið

Kórónuveiran og eftirminnilegri rimmu KR og Vals lokið

Í fyrri hluta Hádegisins fer Katrín yfir helstu tölur sem snúa kórónuveirunnar og baráttunni við útbreiðslu hennar hér á landi. Rúmlega helmingur þeirra sem til stendur bólusetja við veirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum hafa fengið minnst einn skammt og nærri þriðjungur telst fullbólusettur hér á landi. Fólki úr forgangshópum, sem hefur ekki þegar verið boðin bólusetning, verður boðin bólusetning í vikunni. Þá verður reynt ljúka við bólusetja fólk fætt 1975 og fyrr. Á höfuðborgarsvæðinu verður bólusett með um fjórtán þúsund skömmtum í vikunni. Í næstu viku er svo von á tuttugu þúsund skömmtum.

Í síðari hluta þáttarins fjöllum við um körfubolta. Einni skemmtilegstu rimmu í íslenskum körfubolta í manna minnum lauk á föstudag þegar KR-ingar tryggðu sér farseðilin í undanúrslit efstu deildar karla með sigur á nágrönnum sínum í Val á Hlíðarenda. KR-ingar unnu þrjá leiki en Valur tvo í séríunni, og spennustigið var í hæstu hæðum. Ekki aðeins vegna þess þarna kljáðust tvö hnífjöfn lið, heldur einnig vegna þess hryggjarstykkið í liði Vals eru leikmenn sem hafa unnið fjölmarga Íslandsmeistaratitla með KR síðustu árin. Og þjálfarinn líka. Haukur Harðarson íþróttafréttamaður ræðir við okkur um þessa skemmtilegu rimmu.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

31. maí 2021

Aðgengilegt til

31. maí 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.