Hádegið

Þjóðverjar viðurkenna þjóðarmorð og fjandsamlegur arkitektúr

Afríkuríkið Namibía hefur hefur verið tölvuert í umræðunni hér á landi síðustu tvö árin eða svo, útaf meintum tengslum dalvískra útgerðarmanna við stjórnmálamenn þar í landi. Í dag er stór dagur fyrir Namibíumenn, því hafa þýsk stjórnvöld opinberlega viðurkennt hafa framið þjóðarmorð á þjóðflokkunum Herero og Nama í Namibíu í upphafi síðustu aldar. Þúsundir Herero- og Namafólks voru myrt af þýskum landnemum, en Namibía var þýsk nýlenda frá 1884 til 1915 og kallaðist þá Deutsch-Südwestafrika eða Þýska Suð-Vestur Afríka. Þá mun Þýskaland einnig veita Namibíu ríflega þróunaraðstoð, uppá heilan milljarð evra, eða því sem nemur um hundrað og fimmtíu milljörðum íslenskra króna.

Í síðari hluta þáttarins ræðir Katrín við Pétur H. Ármannsson arkitekt, um fjandsamlegan arkitektúr. Rýmin sem við erum í hafa áhrif á okkur. Manni líður misvel í rýminu eftir því hvernig það er hannað, hvað svo sem veldur því. Arkítektar eða hönnuðir rýmisins þekkja það kannski betur. Oftast er markmiðið með hönnun, arkítektúr og mannvirkjagerð láta manni líða vel í rýminu, líða eins og maður velkominn, jafnvel verða afslappaður í rýminu, eða fyrir ákveðnum hughrifum, eiga fagurfræðilega upplifun og svo framvegis og svo framvegis.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

28. maí 2021

Aðgengilegt til

28. maí 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.