Hádegið

Lobbýstar í Brussel og hvað er að gerast í Mjanmar?

Í fyrri hluta þáttarins beinum við sjónum okkar asíuríkinu Mjanmar. Tæpir fjórir mánuðir hafa liðið síðan herinn rændi völdum í landinu af lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn, og hneppti helstu leiðtoga hennar og þingmenn í varðhald, þar á meðal Aung Sang Suu Kyi, friðarverðlaunahafa Nóbels. Lítið fer fyrir fréttum af ástandinu í Mjanmar á síðum stærstu fjölmiðla heims um þessar mundir, það eru svo og svo mikið af hörmungum sem hægt er greina frá á degi hverjum.

Í síðari hluta þáttarins höldum við til Brussel. Borgin er morandi í svoköllum hagsmunavörðum eða lobbyistum sem reyna hafa áhrif á stefnu Evrópusambandsins til hagsbóta fyrir umbjóðendur sína. Það er eftir miklu slægjast og hættan á hagsmunaárekstrum er viðvarandi. Okkar maður í Brussel, Sveinn Helgason, talaði við sérfræðing hjá Transparency International-samtökunum sem gagnrýnt hafa Evrópusambandið fyrir skort á gagnsæi á þessu sviði. Sveinn fer hinsvegar fyrst vestur um haf þar sem hagsmunaverðir hafa löngum reynt koma sér í mjúkinn hjá bandarískum stjórnmálamönnum. Pólitíkusar hafa á sama tíma haft uppi stór orð um hreinsa til í höfuðborg Bandaríkjanna.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

20. maí 2021

Aðgengilegt til

20. maí 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.