Hádegið

Stýrivextir hækka og skiptir einhverju máli hvort við flokkum rusl?

Í fyrri hluta þáttarins fjöllum við um þá ákvörðun Seðlabankans hækka stýrivexti um 0,25%, en peningastefnunefnd bankans tilkynnti þetta í morgun. Þar er gefið út ástæða hækkunarinnar mikil og viðvarandi verðbólga, en verðbólga mældist 4,6% samkvæmt spá greiningadeildar Íslandsbanka í apríl, og 4,4% í maí. Verðbólgumarkmið seðlabankans er 2,5 prósent. Vextir hafa verið í sögulegu lágmarki síðustu mánuði sem hefur skilað sér í lægri lánakjörum banka og annarra lánastofnanna til almennings. Konráð S. Gíslason, hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, kemur í heimsókn til ræða þessa ákvörðun og möguleg áhrif hennar á almenning.

Í síðari hluta þáttarins fjöllum við um loftslagsmálin. Nýjar fréttir og rannsóknir sérfræðinga sýna tuttugu risafyrirtæki framleiddu yfir helming af öllu plastrusli árið 2019, það er segja, samtals framleiða þau um fimmtíu og fimm prósent þeirra hundrað og þrjátíu milljóna tonna af einnotaplasti sem hent var í ruslið - eða út í náttúruna. Þegar svona staðreyndir ber á borð, þegar hlutur risafyrirtækja virðist svo stór hvað loftslagsáhrifin varða - þá spyrja - skiptir einhverju máli hvað ég geri í baráttunni gegn loftslagsvánni? Skiptir einkaframtakið máli? Gró Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á sviði loftslagsmála og græns samfélags og doktor í félagssálfræði, svarar því og meiru til í seinni hluta þáttarins.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

19. maí 2021

Aðgengilegt til

19. maí 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.