Hádegið

Átökin harðna í Palestínu og Barcelona er Evrópumeistari

Í fyrra hluta Hádegisins fjöllum við áfram um gegndarlausar árásir Ísraela á Palestínumenn á Gasasvæðinu. Sprengjum tók rigna yfir Gasaströndina skömmu eftir miðnætti staðartíma í nótt. Harðar loftárásir Ísraela á Gasa halda þar með áfram, áttunda daginn í röð. Árásirnar ollu víðtæku rafmagnsleysi og skemmdum á hundruðum bygginga. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í árásum næturinnar svo stöddu - en mannfall af völdum Ísraela er orðið gífurlegt eftir árásir undanfarna daga. Minnst hundrað og níutíu og átta Gasabúa hafa verið myrtir frá því átökin hófust fyrir rúmlega viku síðan - langflestir þeirra almennir borgarar, þar af fimmtíu og átta börn. Rúmlega tólf hundruð hafa særst. Þrátt fyrir Gasasvæðið aðeins um 365 ferkílómetrar, eða næstum þrisvar sinnum minna flatarmáli en höfuðborgarsvæðið, búa þar um tvær milljónir manna og svæðið telst vera þriðja þéttbýlasta svæði heims.

Í síðari hluta þáttarins fjöllum við frækinn sigur Barcelona í Meistaradeild kvenna í fótbolta í gær. Barcelona eru evrópumeistarar kvenna í fótbolta, eftir örugguna fjögur núll sigur á enska liðinu Chelsea í Gautaborg í gær. Ensku meistararnir sáu aldrei til sólar í leiknum og léku þær katalónsku á alls oddi, en staðan var fjögur núll í hálfleik. Sigur Barcelona er á forsíðu flestra íþróttablaða í morgun, eðlilega, en fyrir aðeins nokkrum árum er ólíklegt viðlíka afrek hefði ratað á síður stærstu miðla heims. Fjölmiðlaumfjöllun um kvennaknattspyrnu hefur stóraukist á síðustu árum. Guðmundur Björn tekur við og ræðir Evu Björk Benediktsdóttur íþróttafréttamann.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

17. maí 2021

Aðgengilegt til

17. maí 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.