Hádegið

Viðsnúningur kynferðisbrotamála í Landsrétti og hvað er NFT?

Í fyrri hluta Hádegisins fjöllum við um furðufyrirbærið NFT. Það er vitað mál fólk sem hefur mikið á milli handanna sýnir stöðu sína með ýmiskonar hætti: Kaupir flotta bíla, villur og báta, merkjavöru og málverk eftir þekkta listamenn. Oftast eru þetta þá tiltölulega einstök verðmæti. Verðmæti sem enginn annar á - eða minnsta kosti afar fáir - enginn annar getur fengið njóta. Eina listaverk sinnar tegundar í þessum jarðneska heimi. Og gjarnan er það það sem réttlætir verðmiðann. En þó ekki alltaf - eins og sannast núna á þessari netöld. getur hver milljónarmæringurinn sem er eignast netverk - til dæmis svokölluð gif, meme's, eða jörm, tvít og önnur netfyrirbæri Það er segja, eignast verkin en þau halda þó samt áfram vera í umferð á netinu. Þrátt fyrir háan verðmiða og dýrmæt kaup breytist ekkert. Eða hvað? Við tökum forskot á sæluna og fáum örskýringu frá Atla Fannari á miðvikudegi í þessari viku. Og í þetta sinn örskýrir hann þetta hugtak og fyrirbæri NFT.

Í síðari hluta þáttarins er rætt við Hildi Fjólu Antonsdóttur, doktor í réttarfélagsfræði. Sektardómar í kynferðisbroamálum eru mun líklegari hljóta sýknu eða vera mildaðir í Landrétti, heldur dómar vegna ofbeldis- og fíkniefnabrota. Þetta kom fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrés Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, í síðustu viku; en Andrés hafði spurt hve oft Landsréttur hefði staðfest dóma héraðsdóms í fjórum málaflokkum - kynferðisbrotum, ofbeldisbrotum, fíkniefnabrotum og vændiskaupum - og hversu oft Landsréttur hefði snúið sekt í sýknu eða öfugt, og hversu oft dómar hefðu verið mildaðir eða þyngdir. Guðmundur Björn ræddi við Hildi Fjólu um þetta mál og segir hún séu þessar tölur bornar saman við fyrri ár, og áður en Landsréttur var stofnaður, þetta vísbending um Landsréttur breyta dómaframkvæmd í kynferðisbrotamálum.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

12. maí 2021

Aðgengilegt til

12. maí 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.