Hádegið

Samkomutakmörkunum aflétt og ?vorbragur? íslenskrar knattspyrnu

Í fyrri hluta Hádegisins förum við yfir stöðuna á kórónuveirufaraldrinum hér landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti nýjar tilslakanir í sóttvörnum á ríkisstjórnarfundi á föstudaginn. Tilslakanirnar, sem eru í samræmi við minnisblað sóttvarnalæknis, tóku gildi á miðnætti og nýja reglugerðin á gilda í rúmar tvær vikur.

Í síðari hluta þáttarins fjöllum við um fótbolta, nánar tiltekið íslenskan fótbolta og hinn margrómaða ?vorbrag? sem einkennir íslenskan fótbolta á vorin. Ár eftir ár bjóða íslenskir fótboltamenn ekki upp á neitt sérstakan fótbolta, þegar íslenskt fótboltaáhugafólk hefur varið vetrinum í áhorf á léttleikandi Brasilíumenn og fótafima Spánverja. Af hverju kemur þetta okkur svona á óvart, á hverju ári? Stefán Pálsson, sagnfræðingur og áhugamaður um fótbolta, kíkti í heimsókn.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

10. maí 2021

Aðgengilegt til

10. maí 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.