Hádegið

Áskoranir í nýju landi og nýtt málgagn Trumps

Í fyrri hluta Hádegisins er fjallað um nýtt málgagn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Fáir forsetar Bandaríkjanna, ef einhverjir, hafa verið jafn umdeildir Trump, sem lét af embætti í janúar síðastliðnum eftir fjögur stormasöm ár í Hvíta Húsinu. Eitt af því sem einkenndi stjórnartíð Trumps var notkun hans á samfélagsmiðlum, ekki síst á Twitter, sem Trump notaði óspart til koma skilaboðum á framfæri til stuðningsmanna sinna og til þess lasta pólitíska andstæðinga. eða bara þá sem honum var illa við. Í janúar lokuðu allir stærstu samfélagsmiðlar heims á Trump, ákvörðun sem sitt sýndist hverjum um, en samfélagsmiðlarnir báru það fyrir sig skilaboð Trumps væru ógn við lýðræðið og gætu haft alvarlegt ofbeldi í för með sér. En Trump deyr ekki ráðalaus, og hefur forsetinn fyrrverandi stofnað sinn eigin miðil.

Í síðari hluta þáttarins bregðum við okkur til Brussel og heyrum í okkar manni þar, Sveini Helgasyni. Milljónir Sýrlendinga hafa flúið heimaland sitt vegna stríðsins sem þar hefur geisað í rúman áratug. Meðal þeirra er tónlistarmaðurinn og tónskáldið Bassel Abou Fakher sem búið hefur í Belgíu frá 2015. Sveinn Helgason ræðir við Bassel um hættulega bátsferð á úthafinu og áskoranir í nýju landi í seinni hluta Hádegisins.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

5. maí 2021

Aðgengilegt til

5. maí 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.