Hádegið

Narendra Modi í kröppun dansi og flækjustig skattheimtu

Í fyrri hluta Hádegisins höldum við til Indlands. Þótt bólusetningar við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum gangi vel víða á Vesturlöndum, er björninn hvergi nærri unninn. Víða gengur illa verjast útbreiðslu veirunnar, þar á meðal á Indlandi, en í síðustu viku ræddum við um það skelfingarástand sem myndast hefur í landinu. Sjúkrahús eru yfirfull og líkbrennslustofur sömuleiðis. Ef eitthvað er, hefur staðan enn versnað á Indlandi í þessari viku, en yfir 20 milljón tilfelli kórónuveirunnar hafa greinst þar í landi. Forsetisráðherra Indlands sætir harðri gagnrýni í landinu eftir önnur bylgja faraldursins skall á með miklum þunga, og þá beið flokkur hans ósigur í þingkosningum í einu lykilríki um helgina.

Í síðari hluta þáttarins kemur Gunnar Dofri Ólafsson, stjórnandi hlaðvarpsþáttarins Leitin peningunum, í heimsókn og fjallar þessu sinni um skatta og heimilisfjármálin. Hver er munurinn á tekjuskatti, fjármagnstekjuskatti, fasteignagjöldum, þjónustugjöldum og virðisaukaskatti? Af hverju borgum við erfðaskatt og er allt eðlilegt við það? Er ekki hægt einfalda þetta kerfi eitthvað?

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

4. maí 2021

Aðgengilegt til

4. maí 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.