Hádegið

Mannasiðir við gosstöðvar og komandi úrslitakeppnini í körfu

Í fyrri hluta Hádegisins veltum við því fyrir okkur hvernig beri haga sér við gosstöðvar. Fólk flykkist á gosstöðvarnar í Geldingadölum - eða þar sem áður voru dalir - líta augum þetta undur sem gosið er. En hætturnar leynast víða, hraunið er óstöðugt, hitinn er gífurlegur, gasið alltumlykjandi á stundum. Hvernig högum við Íslendingar okkur við gosstöðvarnar? Hvað ber varast? Hverju tekur fólk upp á? Við spurðum Boga Adolfsson, formann björgunarsveitarinnar Þorbjörns nánar út í það.

Í síðari hluta þáttarins fjöllum við efstu deildir karla og kvenna í körfubolta. Íþróttir fullorðina voru heimilaðar hér á landi á um miðjan síðasta mánuð. Um helgina hófst keppni í efstu deila karla í fótbolta, og úrslitakeppnir í handbolta og köfurbolta nálgast óðfluga. Keflvíkingar tryggðu sér deildarmeistaratitililnn hjá körlunum í síðustu viku, en hann skiptir víst litlu máli í köfubolta. Þar er það úrslitakeppnin sem öllu máli skiptir. Spennan á botninum er mikil, og svo gæti farið fornir fjendur mætist í átta liða úrslitum. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður umræðuþáttarins Körfuboltakvöld, er til viðtals.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

3. maí 2021

Aðgengilegt til

3. maí 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.