Hádegið

Harmleikur í Ísrael og hvað ef ég vil ekki bóluefni AstraZeneca?

Í hundraðasta þætti Hádegisins fjöllum við um harmleik í Ísrael, og reynum svör við ósvöruðum spurningum um bóluefni AstraZeneca.

Við byrjum í landinu helga. Minnst fjörutíu og fjórir létust og hundrað og fimmtíu slösuðust í troðningi í mannmergð á pílagrímsstað í norðanverðu Ísrael í nótt. Tugþúsundir gyðinga höfðu safnast þar saman til fagna árlegri hátíð, Lag B'Omer.

Yfir tuttugu þúsund manns voru bólusett með bóluefni AstraZeneca hér á landi í vikunni. Bóluefnið hefur verið talsvert í umræðunni síðustu vikur vegna hugsanlegrar hættu á blóðtappamyndunar í kjölfar bólusetningar með bóluefninu. Nokkuð hefur borið á því fólk tregt til þess þiggja bóluefni AstraZeneca. En hvað gerist ef þú neitar? Máttu velja um annað bóluefni eða verðurðu þiggja það sem í boði er? Í síðari hluta þáttarins ræðum við við Kamiluu Sigríðu Jósefsdóttur sóttvarnarlækni hjá embætti Landlæknis um ósvarðar spurningar, tengdum AstraZeneca.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

30. apríl 2021

Aðgengilegt til

30. apríl 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.