Hádegið

Boris í bobba og grískur Evrópuþingmaður handtekinn

Þema Hádegisins í dag eru stjórnmálamenn í klandri, einn grískur og einn breskur.

Boris Johnson forsætisráðherra Breta hefur átt nokkuð ánægjulegar vikur baki eftir erfið síðustu misseri, sem einkenndust af útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og baráttu stjórnvalda við halda útbreiðslu kórónuveirunnar í skefjum í landinu, en lengi var ástandið æði slæmt á í Bretlandi. En horfir allt til betri vegar, Bretar hafa tryggt sér nóg af bóluefni - sumar segja á kostnað Evrópusambandsins - og ströngum sóttvarnaraðgerðum hefur verið aflétt. Bretar geta aftur farið á pöbbinn og í líkamsrækt, og með hækkandi sólu virðist hagur landsmanna óðum vænkast. En eins og litríkum stjórnmálamönnum er tamt virðist Boris Johnson erfitt halda sig frá sviðsljósinu, og í vikunni komu upp atvik sem reynast heldur óheppileg fyrir forsætisráðherrann.

Í síðari hluta þáttarins höldum við til Belgíu. Belgíska lögreglan handsamaði gríska Evrópuþingmanninn Ioannis Lagos í gær - en alþjóðleg handtökuskipun hafði þegar verið gefin út. Þrettán ára fangelsisvist bíður þingmannsins í heimalandinu sem var handtekinn aðeins nokkrum klukkustundum eftir Evrópuþingið svipti hann þinghelgi. Við skoðum málið nánar í seinni hluta þáttarins.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

28. apríl 2021

Aðgengilegt til

28. apríl 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.