Hádegið

Skuggahliðar heimilisfjármála og neyðarástand á Indlandi

Í fyrra hluta Hádegisins fer Gunnar Dofri Ólafsson, stjórnandi hlaðvarpsþáttarins Leitin peningunum og vikulegur gestur Hádegisins, áfram yfir fjármál para og hjóna. Skuggahliðar sambanda eru á dagskrá í dag, fjármála-sambanda, er á dagskrá í dag.

Í síðari hluta þáttarins höldum við til Indlands. Algjört neyðarástand ríkir í þessu næst fjölmennasta ríki heims. Önnur bylgja kórónuveirufaraldursins leggst af fullum þunga á Indverja. Spítalar eru yfirfullir, og líkbrennsluhús sömuleiðis. Súrefniskútar og lyf eru af skornum skammti. Alþjóðasamfélagið leggur hendur á vogarskálar og í nótt bárust Indverjum um hundrað öndunarvélar og súrefnistæki. Þá hyggjast bretar senda níu þotur hlaðnar lækningavörum í vikunni. En betur ef duga skal. Tæplega tvö hundruð þúsund manns hafa látist af völdum veirunnar í landinu og telja faraldfræðingar tala hækki snarlega næstu vikurnar.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

27. apríl 2021

Aðgengilegt til

27. apríl 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.