Hádegið

Fjármál hjóna og byssuglaðir Bandaríkjamenn

Í fyrra hluta Hádegisins fer Gunnar Dofri Ólafsson, umsjónarmaður hlaðvarpsins Leitin peningunum yfir fjármál para og hjóna. Er mikilvægt pör séu samstíga um fjármálin og peningaákvarðanir? Hverju breytir það? Hvað svo ef samband endar?

Í síðari hluta þáttarins höldum við til Bandaríkjanna. Mannskæðar skotárásir í Bandaríkjunum eru nærri daglegt brauð, það er gömul saga og ný. Hagsmunasamtök byssueigenda, NRA, standa vörð um rétt Bandaríkjamanna til bera skotvopn, á meðan Bandaríkjaforseti segist ætla gera allt sem í sínu valdi standi til herða skotvopnalöggjöf þar í landinu. En það er óvíst hvort honum verði kápan úr því klæðinu. Við fjöllum um skotárásir og byssueign í Bandaríkjunum í síðari hluta þáttarins, en þetta er hápólitískt mál sem þarf útkljá í sjálfri öldungadeild Bandaríkjaþings.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

20. apríl 2021

Aðgengilegt til

20. apríl 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.