• 00:08:26Fyrri hluti:
  • 00:08:58Seinni hluti:

Hádegið

International Crisis Group og er hægt að eyðileggja internetið?

Í fyrri hluta Hádegisins veltir Katrín því fyrir sér hvort hægt eyðileggja internetið? Til dæmis með því sprengja það í loft upp? og - af hverju mögulega gæti einhver viljað gera það - viljað eyðileggja netið okkar góða? Við höldum til Bandaríkjanna.

Í síðari hluta þáttarins höldum við til Brussel. Stríð og hörmungar víða um heim njóta mismikillar athygli á alþjóðavísu. Gjarnan er töluverður aðdragandi átökum en kastljósið beinist oft ekki viðkomandi landi fyrr en allt er farið í bál og brand. Samtökin International Crisis Group fylgjast grannt með átakasvæðum um alla veröld og eru með höfuðstöðvar í Brussel. Okkar maður þar, Sveinn Helgason, ræðir við Ásdísi Ólafsdóttur yfirmann stafrænna miðla hjá samtökunum, um stöðuna í Myanamar og Eþíópíu og starfsemi International Crisis Group.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

16. apríl 2021

Aðgengilegt til

16. apríl 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.