Hádegið

Blóðtappar, bóluefni og morðið á Daunte Wright

Í fyrri hluta Hádegisins fjöllum við um dauða hins tvítuga Daunte Wright, en hann var skotinn til bana af lögreglu í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum á sunnudag. Morðið á George Floyd síðasta vor er mörgum enn í fersku minni, en standa yfir réttarhöld yfir lögreglumanninum Derek Chauvin sem er ákærður fyrir hafa myrt Floyd þegar hann þrýsti hné sínu hálsi Floyds í níu mínútur, með þeim afleiðingum Floyd lést. Í kjölfarið brutust út gríðarleg mótmæli um gjörvöll Bandaríkin, mótmæli sem teygðu anga sína út um allan heim. Ofbeldi gegn svörtu fólki, og þá sér í lagi lögregluofbeldi, verði linna - það var krafa mótmælenda. Á sunnudag bárust svo miður skemmtilegar fréttir frá Minnesota, þegar hinn tvítugi Daunte Wright, var skotinn til bana af lögreglu. Wright, líkt og Floyd, var svartur, og dauði Wright hefur dregið dilk á eftir sér.

Í síðari hluta þáttarins ræðir Katrín við Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum við Háskóla Íslands og yfirlækni á Landspítalanum um þetta mál - blóðtappa og bóluefni, orsakir og afleiðingar. Í tveimur nýjum vísindagreinum er fjallað um sjúklinga sem fengu sjaldgæfa blóðtappa eftir fyrri sprautuna af bóluefni AstraZeneca, annars vegar í Þýskalandi og Austurríki og hins vegar í Noregi. Í Noregi létust þrír af þeim fimm sem fengu blóðtappa. Þá benda fyrstu tölur frá Bandaríkjunum til þess blóðtappa-aukaverkun komi fram í einni af hverri milljón bólusetningu með bóluefni frá lyfjaframleiðandanum Janssen. Þar hafa minnsta kosti sex alvarleg tilfelli greinst en alls hafa sex komma átta milljónir Bandaríkjamanna verið bólsettar með bóluefninu. Farsóttastofnun og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna vilja hætt verði nota bóluefni Janssen sinni vegna mögulegra tengsla við blóðtappa. Hér á landi hefur verið ákveðið konur yngri en fimmtíu og fimm ára skuli ekki bóluefni frá AstraZeneca þegar þær eru bólusettar við COVID-19 vegna hættu á blóðtappamyndun. Þá verður beðið með nota bóluefnið frá Janssen þar til það liggur fyrir hvort einhver tengsl séu á milli bóluefnisins og blóðtappamyndunar.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

14. apríl 2021

Aðgengilegt til

14. apríl 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.