Hádegið

Gullna borgin og fara íþróttir af stað í vikunni?

Í fyrri hluta Hádegisins höldum við til Egyptalands. Þar hafa fornleifafræðingar nýlega uppgötvað forna borg - borg sem þeir kalla gullnu borgina - en hún er sögð vera frá gullaldarárum faraóa, eða fyrir um 3000 árum. Borgin er ein stærsta sem fundist hefur þar í landi frá tímabilinu og er fundurinn sagður vera einn merkilegasti í landinu síðan grafhýsi Tutankhamuns fannst.

Í síðari hluta þáttarins ræðum við við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson, um íþróttir á Íslandi á tímum kórónuveirunnar. Sóttvarnarlæknir reiknar með skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag með tillögum næstu skrefum varðandi aðgerðir innanlands. Ráðherra mun væntanlega kynna drög nýrri reglugerð á ríkisstjórnarfundi á morgun. Stórhertar samkomutakmarkanir tóku gildi þann 24. mars til reyna kæfa útbreiðslu hins svokalla ?breska afbrigðis? sem þá hafði gert vart við sig innanlands. Líkamsræktarstöðvum og sundlaugum var meðal annars lokað sem og krám. Þá hefur íþróttastarf alveg legið niðri. Við ræðum um áhrif kórónuveirufaraldursins á íþróttastarf hér á landi, og hvert framhaldið verður, farið svo íþrótttaiðkun verði heimiluð á í vikunni.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

12. apríl 2021

Aðgengilegt til

12. apríl 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.