Hádegið

Drama hjá Alovgen og eldarnir á Reykjanesskaga

Í fyrri hluta Hádegisins hlýðum við á örskýringu Atla Fannars Bjarkasonar um deilur og drama í lyfjageiranum. Drama í lyfjageiranum hljómar eins og titill á lélegum reyfara, eða þaðan af verri sápuóperu, en deilur þeirra Roberts Wessmann, forstjóra og stjórnarformanns Alvogens og Halldórs Kristmanssonar, náins samstarfsmanns hans til margra ára - hafa vakið mikla athygli undaförnu, og fara mestu leyti fram í fjölmiðlum, er virðist. Þetta er flókið mál og því við hæfi hlýða á örskýringu um helstu vendingar í þessu máli. Hvað hefur gerst og hvað gerist næst, og það allt. Sjaldan veldur einn þá tveir deila, segir máltækið.

Í síðari hluta þáttarins er rætt við Salóme Jórunni Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðing á Veðurstofu Íslands, um eldhræringarnar á Reykjanesskaga, gasmengun og framtíðarhorfur.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

8. apríl 2021

Aðgengilegt til

8. apríl 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.